Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Bíókvöld

13. febrúar 2019

Bíókvöld 13.02.19 kl. 17:00

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Fagdeildir eru hvattar til að efna til viðburða í tilefni af því. Fyrsti viðburðurinn sem Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga býður meðlimum á í tilefni af 100 ára afmælinu er myndbandssýning.

Myndin The Diving Bell and the Butterfly verður sýnd og umræður verða um efni myndarinnar á eftir.
Boðið verður upp á pizzu og gos á staðnum.

Mæting er í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga klukkan 17:00 þann 13. febrúar næstkomandi.
Skráning á facebooksíðu fagdeildarinnar eða í tölvupósti jonina@reykjalundur.is.

Bestu kveðjur,
Stjórn Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga: Alda, Allý, Birta, Jónína og Vallý


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála