Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sálræn áföll og ofbeldi - afleiðingar og úrræði

8. mars 2019

Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ. Á námskeiðinu verður fjallað um sálræn áföll og ofbeldi með áherslu á forvarnir, einkenni, afleiðingar, viðbrögð og heildræn úrræði. Með samþættingu þekkingar og reynslu fleiri fagstétta og vísindasviða öðlast þátttakendur innsýn í heildræna og þverfaglega nálgun.

Á námskeiðinu verður áhersla lögð á forvarnir, einkenni, afleiðingar og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum og ofbeldi, með það að markmiði að efla einstaklinga á öllum sviðum.
Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Greiningar- og úrvinnsluferli eru skoðuð og einnig hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda í því samhengi. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla og ofbeldis á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu.

Nánari upplýsingar og skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála