Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

"The Work"

17. maí 2019

Vinnustofunni er aflýst sökum ónógrar þátttöku.

Spennandi nálgun til að takast á við streitu:
Vinnustofa með aðferðinni ,,The Work“ eftir Byron Katie
3ja daga vinnustofa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að tileinka sér nýja aðferð til að takast á við streitu og álag. Aðferðin nefnist ,,The Work‘‘ og er þróuð af Byron Katie (sem meðal annars skrifaði metsölubókina Loving What is/Elskaðu það sem er.)
Aðferðin The Work er áhrifamikil og einföld leið til að hafa áhrif á hugarfar, aðstæður og líðan, með því að takast á við streituvaldandi hugsanir á uppbyggilegan hátt.

Að öðlast innri frið og yfirvegun gerir okkur kleift að gera það besta úr vandamálunum og takmarka þær hugsanir sem annars geta orðið rótin að enn meiri vanda. Í hugleiðslu með fjórum spurningum og viðsnúningi rannsökum við hugsun og mynstur sem valda streitu og jafnvel þjáningu. Svörin liggja innra með hverjum og einum og leiða til frelsis, gleði og friðar. Í grunninn felur aðferðin The Work í sér að skilja eigin hugsanir (hugsun gerir engum mein fyrr en fólk fer að trúa þeim), að taka eftir hugsunum sínum (hvað sé satt eða ósatt) og að átta sig á hugsuninni á bak við þjáninguna (skilja upprunalegu orsökina.) Sjá nánar www.thework.com

Aðferðin The Work hefur reynst vel víða, m.a. á heilbrigðisstofnunum og var kennd starfsfólki á Landspítalanum í maí 2017. Leiðbeinandi var Ernest Holm Svendson og aðstoðarleiðbeinandi Helga Birgisdóttir. Vinnustofan fékk super góð ummæli af þátttakendum.

Leiðbeinandi er Helga Birgisdóttir – Gegga
Helga hefur starfað í yfir 30 ár á LSH, m.a. sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði. Hún er einnig NLP meðferðar – og markþjálfi. Hún segir The Work hafa breytt lífi sínu meira en nokkuð annað og að allir geti tileinkað sé aðferðina - krefst einungis opins huga. Helga hefur sótt The School hjá Byron Katie tvisvar (þar af annað skiptið sem starfsmaður) ásamt fjölda annarra námskeiða í aðferðinni. Hún var aðstoðarkennari á námskeiði í The Work hjá Ernest Holm Svendson á LSH í maí 2017.
Helga er einnig myndlistarkona og skapari SMILER www.smiler.is og gaf út bókina SMILER getur öllu breytt.

Eckhart Tolle (höf. Mátturinn í núinu) segir:
“The root cause of suffering is our identification with our thoughts. The Work is a raisor sharp sword that cuts throught the illusion and enables you to know for yourself the timeless essence of your being.”

Ummæli þátttakenda á vinnustofu/námskeiði hjá Helgu.
- Lærði að vera fær um að sleppa tökunum án eftirsjár. Að öðlast meiri skilning og víðsýni með því að breyta tilteknum hugsunum.
- Vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í en var mjög ánægð. Helga er frábær leiðbeinandi.
- Eins gott námskeið og vel gert og hægt er.
- Mjög árangurrík leið til streitulosunar.
- Vinnustofan stóðst væntingar og rúmlega það. Ég var ekki alveg viss um hvað ég var að fara út í og átti ekki von á svona djúpri persónulegri vinnu.
- Aðferðin kom mér á óvart á mjög jákvæðan hátt. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði.
- Námskeiðið var mjög gagnlegt og ég hlakka til að nota þetta nýja verkfæri sem er einfalt en mun krefjast þjálfunar.
- Mjög góð upplifun og mjög gagnlegt.
- Lifandi kennsla. Kennarinn er mjög góður.
- Ég vil endilega fá framhald.

Tími 17. 18. og 19. maí (fö. – su.) Vinnustofan er 7 klst á dag kl 9-16 í samtals 3 daga.
Staður: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22
Þátttökugjald er 46.000
Þátttakendur hámark 8
Skráning og nánari upplýsingar hjá Helgu í s. 8980778, email: gegga@smiler.is


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála