Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hjúkrun í 100 ár

19. júní 2019

Hjúkrun í 100 ár er yfirskrift sögusýningar í Árbæjarsafni sem opnuð verður formlega miðvikudaginn 19. júní kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis frá kl. 14:30.
Dagskrá opnunar sögusýningarinnar Hjúkrun í 100 ár.

Opnun sýningarinnar:
Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Vigdís Finnbogadóttir heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fyrrverandi forseti Íslands.

Ávörp:
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Steinunn Sigurðardóttir formaður Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Söngur:
Kór hjúkrunarfræðinga syngur undir stjórn Bjargar Þórhallsdóttur.

Gestum boðið að skoða sýningunna og þiggja veitingar.
Allir velkomnir

Leiðsögn sýningarstjóra sunnudaginn 23. júní.
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safna- og sagnfræðingur er höfundur sýningarinnar. Hún verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 23. júní kl. 13:00. Þar mun hún segja frá því sem þar ber fyrir augu. Saga hjúkrunar hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar þegar smitsjúkdómar og skortur á mat og almennu hreinlæti var helsta ógn við heilsu bæjarbúa. Henni lýkur í sérhæfðum og tæknivæddum heimi hjúkrunar dagsins í dag þegar hreyfingaleysi og allsnægtir ógna heilsu okkar.
Leiðsögnin fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála