Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Meistaranámskeið í sárameðferð

12. september 2019

Fimmtudaginn 12. september verður kynning á nýju meistaranámskeiði í sárameðferð fyrir hjúkrunarfræðinga, við Háskólann í Suður Noregi.

Hjúkrunarfræðingarnir Edda Johansen og Lena Leren verða í Reykjavík fimmtudaginn 12. September 2019, til að kynna sáranám við Háskólann í Suður Noregi í Drammen. Námið er 15 ECTS einingar og tekur eina önn. Um er að ræða fjarnám að mestu og námið fer fram á ensku. Hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á sárameðferð eru hvattir til að mæta og kynna sér þennan möguleika.
Fundurinn er frá kl. 16.15-17.15 í Eirbergi, húsnæði Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, stofu 103.

Allir velkomnir


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála