Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Scoping reviews, why when and how?

13. september 2019

Föstudaginn 13. september kl. 12:00 - 15:00 mun Dr. Hanne Konradsen, prófessor við Kaupmannarhafnarháskóla og dósent við Karolinska Institutet í Stokkhólmi halda erindi og bjóða til umræðna um framkvæmd „Scoping reviews“ á vegum Fagdeildar vísindarannsakenda í hjúkrun. Hanne hefur ýmsu að miðla varðandi framkvæmd slíkra fræðilegra samantekta.

Erindið hennar ber titilinn: „Scoping reviews, why, when and how?“

Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22.

Aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádeginu.
Hanne er lykilmanneskja í Norrænu samstarfi hjúkrunarrannsakenda og er eftirsóttur fyrirlesari. Rannsóknir hennar snúa að grunnþörfum sjúklinga, fjölskylduhjúkrun og áhrifum umhverfs á hjúkrun.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Kveðjur frá stjórn Fagdeildar vísindarannsakenda í hjúkrun


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála