Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Formannskosning 2015, framboðsfrestur til 31. janúar

RSSfréttir
22. janúar 2015

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn með allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna það ár sem ber upp á oddatölu. Einungis félagsmenn með fulla aðild og fagaðild eru kjörgengir í embætti formanns.

Framboð berist til kjörnefndar á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík  eða með tölvupósti á netfangið kjornefnd@hjukrun.is

Framboðsfrestur er til 31. janúar 2015.


F.h. kjörnefndar
Ásta Möller, formaður
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála