Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Aðgangspróf í hjúkrunarfræði 21. mars

RSSfréttir
12. febrúar 2015

Ný námsskrá tekur gildi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands haustið 2015. Á sama tíma verður fjöldatakmörkun eftir fyrsta önn (numerus clausus) felld niður og í staðinn tekið upp aðgangspróf eins og viðskiptadeild hefur verið með undanfarin ár. Lagadeild tók upp sama próf í fyrra. Hægt verður að taka prófið annað hvort 21. mars eða 12. júní og þurfa áhugasamir að skrá sig í próf fyrir 12. mars eða 5. júní.

Prófið er hæfnispróf frekar en þekkingarpróf eins og í læknardeild og byggjast niðurstöður meðal annars á lesskilningi, málfærni, upplýsingatæknifærni, reiknifærni og enskukunnáttu.

Prófið gildir 70% við val á umsækjendum en stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði gildir 30%. Þeir sem fara í próf þurfa einnig að sækja um háskólavist eins og venjulega.

Grunnnámið verður áfram 4 ár en ýmsar breytingar eru á námsskránni. Á 3. og 4. ári verða sum námskeið á meistarastigi og í framtíðinni mun meistaranámið vera einungis til eins árs.

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þess að láta vini og vandamenn vita af þessum breytingum svo sem flestir þreyti aðgangspróf í vor.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála