Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

RSSfréttir
26. mars 2015


Að gefnu tilefni viljum við minna á ákvörðun orlofsnefndar sem tók gildi þann 15. september síðastliðinn:

Orlofsnefnd hefur ákveðið að hafa tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru. Um er að ræða íbúðirnar í Sóltúni, Klapparstíg og Boðagranda í Reykjavík og Furulundur á Akureyri. Þetta gildir einnig um Kjarnagötuna á Akureyri á veturna.

Félagsmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu getur því ekki bókað íbúðir á höfuðborgarsvæði fyrr en fyrsta hvers mánaðar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðis hafa því hálfsmánaðar forskot á að panta íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Að sama skapi fá félagsmenn búsettir utan Akureyrarsvæðis hálfsmánaðar forskot á að panta Furulund á Akureyri og Kjarnagötu á veturna.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála