Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
13. júní 2015

 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun alþingis að stöðva verkfall hjúkrunarfræðinga með lagasetningu. Með lagasetningunni er virtur að vettugi lýðræðislegur og sjálfsagður samningsréttur hjúkrunarfræðinga í löglegri baráttu fyrir nauðsynlegri og löngu tímabærri launaleiðréttingu.

 Launakröfur hjúkrunarfræðinga eru hógværar og miðast við að dagvinnulaun þeirra séu samanburðarhæf við daglaun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og útrýmt verði þeim kynbundna launamuni sem hjúkrunarfræðingar búa við. Breytt launakjör hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að hér sé hægt að reka skilvirkt heilbrigðiskerfi með nauðsynlegri aðkomu hjúkrunarfræðinga.

 Lagasetningin markar kaflaskil í launabaráttu sem hefur einkennst af litlum samningsvilja samninganefndar ríkisins. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga áréttar að nýsamþykkt lög sem binda enda á verkfall hjúkrunarfræðinga er frestun á viðvarandi vandamáli en ekki sú lausn til frambúðar sem hjúkrunarfræðingar leituðu eftir.

 

Fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 

Ólafur G. Skúlason formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála