Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

VEIÐIKORTIÐ 2016 komið í sölu á orlofsvefnum

RSSfréttir
30. nóvember 2015

Veiðikortið 2016

Veiðikortið er mjög hagkvæmur kostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða ótakmarkað í  38 veiðivötnum víðs vegar á landinu sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. 

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur þar sem vötnin eru ýtarlega kynnt til að auðvelda aðgengið að þeim, sem og kynna fyrir korthöfum þær reglur sem gilda við hvert vatnasvæði. Einnig eru þar kort og myndir frá vatnasvæðunum sem í boði eru. Hægt er að skoða bæklinginn á vefútgáfu á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is en þar má einnig lesa fréttir, fara á spjallið og lesa reglur og upplýsingar um vatnasvæðin. Einnig er hægt að sækja veiðiskýrslu og skoða myndasafn fyrir hvert vatnasvæði fyrir sig.  Börn yngri en 14 ára fá veiða frítt með korthafa.

Veiðikortið kostar 3.500 kr. og er til sölu á orlofsvef félagsins (athugið þó að skrifstofan er lokuð 11. júlí - 2. ágúst). Einungis er hægt að kaupa tvö veiðikort á hverja kennitölu félagsmanns. Eftir að greitt hefur verið fyrir kortið mun söluaðili senda það í pósti til viðkomandi félagsmanns. Tryggið ykkur Veiðikortið tímanlega. Einn punktur er dreginn af við kaup á Veiðikortinu. Sjá nánar http://veidikortid.is/is/veidhikortidh

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála