Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Orlofssjóður

RSSfréttir
26. febrúar 2016

Orlofsblaðið 2016 er komið út og punktainnlestur fyrir árið 2015 hefur verið framkvæmdur.  Sumarúthlutun byrjar mánudaginn 14. mars nk. kl. 9:00 um morgunin.

Orlofspunktar og úthlutanir//

Punktakerfi
Sótt er um á vef Orlofssjóðs, sem er aðgengilegur á Mínum síðum.

Hver sjóðsfélagi ávinnur sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Uppfærsla á orlofspunktum fer fram í lok febrúar ár hvert skv. skilagreinum frá vinnuveitanda fyrir árið á undan. Hafi skilagreinar ekki borist frá vinnuveitendum fyrir undangengið ár verða þeir punktar ekki uppfærðir fyrr en í febrúar ári síðar. Fjöldi punkta stýrir því hverjir eru í forgangi til úthlutunar hverju sinni, og þeir ganga fyrir sem flesta punkta eiga. Punktar eru dregnir frá við úthlutun, en eru þó ekki greiðsla fyrir leigu.

Punktastýrð úthlutun á vikuleigu sumarið 2016

Einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu (júní, júlí og ágúst) til að bóka á neðangreindum dögum:
14. - 21. mars 112-240
punktaeigendur geta bókað og greitt fyrir viku
21. - 28. mars
82-240 punktaeigendur geta bókað og greitt fyrir viku
28. mars
15-240 punktaeigendur geta bókað og greitt fyrir viku


Punktafrádráttur:

Úthlutað er samkvæmt punktaeign sjóðsfélaga og eru punktar dregnir frá við hverja úthlutun á eftirfarandi hátt:

27. maí - 10. júní
15 punktar í frádrátt
10. júní - 12. ágúst 30 punktar í frádrátt
12.ágúst -9. september
15 punktar í frádrátt

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála