Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tæpir 2000 fylgjendur

RSSfréttir
4. júlí 2016

Fyrir mánuði síðan fór í loftið ný Facebooksíða - Karlmenn hjúkra - en hún er liður i samnefndu átaki. Síðan fékk strax góðar viðtökur, og fyrstu dagana höfðu tæp 1200 manns líkað við síðuna. Síðan þá hefur síðan bætt við sig áhorfendum jafnt og þétt, og hefur nú tæpa tvöþúsund fylgjendur. 

Markmiðið með síðunni er að kynna fyrir fólki að hjúkrunarfræði sé spennandi kostur fyrir karla, ekki síður en konur, og býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri hér á landi og úti um allan heim. Birt verða viðtöl við karlmenn í hjúkrun, en líkt og nafnið gefur til kynna verða þeir í aðalhlutverki, í bland við annan fróðleik og áhugavert og skemmtilegt efni.

Nú þegar hafa verið birt viðtöl við Jón Garðar Viðarsson, Jóhann Marínósson, Sigurð Harðarson og Gunnar Pétursson, og verða áfram birt viðtöl við karlmann sem hjúkrar vikulega. 

Vertu með okkur á Facebook og líkaðu við Karlmenn hjúkra.

 
 
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála