Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Kynningarfundir um frammistöðumat fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala

RSSfréttir
7. september 2016

Haldnir verða almennir kynningarfundir um frammistöðumat í hjúkrun. Verkefnið byggir á bókun 3 í dómssátt Fíh fyrir Gerðardómi frá árinu 2015.

21. september kl. 13:30 - 14:30 í Hringsal og
23. september kl. 13:30 – 14:30 í Blásölum Fossvogi.

Fíh hvetur alla hjúkrunarfræðinga til að mæta á kynningarfundina og kynna sér hvað felst í frammistöðumati og það líkan sem fram hefur verið sett.

Unnið hefur verið að því að þróa umgjörð fyrir frammistöðumat í hjúkrun í samræmi við ákvæði bókunar 3 í dómssátt sem gerð var sumarið 2015, samhliða Gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga.
Landspítali er ein af þremur stofnunum sem í haust mun innleiða frammistöðumat í hjúkrun og hefja eingreiðslur til starfsmanna samkvæmt því.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítali vinna nú saman að útfærslu ákvæðisins samkvæmt aðgerðaráætlun stýrihóps sem skipaður var vegna ofangreindrar bókunar. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni til reynslu aðeins ná til C, D og E hjúkrunarfræðinga, en nánari útfærsla hefur ekki verið ákveðin.

Fram hefur verið sett frammistöðulíkan sem finna má á vef Landspítalans, en allir hjúkrunarfræðingar í starfslýsingum C, D og E sem starfa á klínískum deildum við hjúkrun sjúklinga verða metnir samkvæmt því. Fíh vill hvetja alla hjúkrunarfræðinga sem starfa í starfslýsingum C, D,og E að kynna sér vel frammistöðulíkanið og kynningarefni um verkefnið á vef Landspítala. Tölvupóstur hefur tvívegis verið sendur um verkefnið til allra hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala, en þar er einnig að finna kynningarefni.

Þessa dagana standa yfir þjálfunarvinnustofur fyrir deildarstjóra og aðstoðardeildarstjóra á Landspítala í framkvæmd mats og starfsmannasamtölum, en í september og október kemur til framkvæmda frammistöðumats og verður niðurstaða kynnt hjúkrunarfræðingum. Mælt er með því við hjúkrunardeildarstjóra að hjúkrunarfræðingar séu boðaðir í starfmannaviðtal samhliða kynningu á frammistöðumatinu.

Greiðsla byggð á frammistöðumatinu mun koma til útborgunar 1. nóvember 2016 og flokkast sem „Viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamnings”.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála