Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Mannekla í hjúkrun

RSSfréttir
7. september 2016

Í haust mun Fíh vinna nýja skýrslu um manneklu í hjúkrun til að fá nýjustu upplýsingar um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Niðurstöður skýrslunnar verða síðan lagðar til grundvallar framkvæmdaáætlunar um fjölgun hjúkrunarfræðinga á næstu árum.

Samkvæmt félagatali Fíh eru tæplega 2900 starfandi hjúkrunarfræðingar á landinu. Þar af eru rúmlega 17% þeirra sextíu ára og eldri og geta því hafið töku lífeyris á allra næstu árum. Að öllu óbreyttu verður þessi hópur orðinn rúmlega 24% eftir þrjú ár. Síðustu fimm ár hafa hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri útskrifað árlega að meðaltali 116 hjúkrunarfræðinga sem dugar ekki til.

Fjölga þarf útskrifuðum hjúkrunarfræðingum úr háskólunum en til að svo megi verða þarf m.a. meira fjármagn og fleiri námspláss. Það er ekki síður mikilvægt að fá hjúkrunarfræðinga til að vinna við hjúkrun í stað þess að leita í önnur störf.

Félagið vinnur nú ásamt fleirum að því að ráða bót á þessum skorti en vandamálið er margþætt og þarf aðkomu ólíkra aðila að varanlegum lausnum.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála