Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Yfirlýsing frá Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna breyttrar skipan lífeyrismála

RSSfréttir
20. september 2016
Reykjavík, 20. september 2016

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) mótmælir harðlega samkomulagi um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við gerð samkomulagsins. Um er að ræða breytingar sem eru gerðar án nokkurs samráðs við Fíh. Stjórn Fíh hefur ekki veitt þeim aðilum sem skrifuðu undir samkomulagið umboð til þess að semja um svo viðamiklar breytingar fyrir hönd félagsmanna Fíh sem starfa hjá hinu opinbera og telur sig því algerlega óbundið af þessum breytingum sem boðaðar eru í samkomulaginu.

Stjórn Fíh getur að sumu leyti tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í samkomulaginu eins og að lífeyriskerfið verði sjálfbært, en telur varasamt að samin séu frá opinberum starfsmönnum réttindi í lífeyrismálum án þess að fyrir liggi nákvæmlega hvað kemur í stað þeirra réttinda. Breytingum á lífeyrisréttindum á að fylgja jöfnun launa þar sem kveðið er á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum innan 6-10 ára.

Hjúkrunarfræðingar hafa áður fengið loforð frá stjórnvöldum um að stefna beri að jöfnun launa, en þau loforð hafa ekki verið efnd. Árið 2013 gaf þáverandi ríkisstjórn út yfirlýsingu í tengslum við jafnlaunaátak þar sem sagði að stefnt skyldi að skoðun og leiðréttingu á launamuni kynjanna. Engar efndir voru á þeirri yfirlýsingu þar sem næsta ríkisstjórn taldi sig óbundna af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar. Árið 2015 fóru hjúkrunarfræðingar í verkfall til að berjast fyrir jöfnun á launum við sambærilegar stéttir. Sett voru lög á verkfallið og úrskurðaði Gerðardómur um laun hjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir þetta hefur engin breyting orðið á 20% kerfislægum og ómálefnalegum launamun milli hjúkrunarfræðinga og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna skv. launatölum sem birtar eru á vef fjármálaráðuneytisins. Það er því vandséð að mati stjórnar Fíh hvernig stjórnvöld ætla að standa við að laun opinberra starfsmanna og starfmanna á almenna markaðnum verðu jöfnuð samfara breytingum á lífeyriskerfinu.


Guðbjörg Pálsdóttir
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála