Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Starfsmenntunarsjóður skerpir á reglum

RSSfréttir
27. september 2016

Stjórn starfsmenntunarsjóðs fundaði 26. september og úthlutaði rétt yfir 16 milljónum til félagsmanna.

Stjórnin breytti einnig reglum sjóðsins þannig að framvegis þurfa gögn að fylgja umsókn til þess að hún fái afgreiðslu. Hingað til hefur stjórnin samþykkt umsóknir með fyrirvara um að reikningar skila sér en því lýkur nú.

Reglurnar taka gildi 1. janúar 2017 og verða því engar umsóknir afgreiddar nema öll nauðsynleg gögn liggi fyrir.

Varðandi desemberúthlutun:
Þar er gefinn frestur til 10. desember til að skila gögnum, en hafi gögn ekki borist fyrir þann tíma telst umsóknin fyrnd. Réttur í sjóðnum safnast ekki upp milli ára þannig að sá sem vill sækja um aftur fyrir sama verkefni mun því nota sjóðsrétt næsta árs.

Í dagbók félagsins stendur að gögnum þarf að skila fyrir 15. desember en komið hefur í ljós að sú dagsetning gengur ekki upp ef takast á að greiða út styrkir fyrir jól. Síðustu forvöð til þess að skila gögnum er því 10. desember. Umsókn þarf eftir sem áður að berast fyrir 1. desember.

Aðrir umsóknar- og skiladagar eru eins og fyrr 1. febrúar, 1. apríl og 1. september.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála