Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Samningaviðræðum við SFV um stofnanasamning slitið

RSSfréttir
6. október 2016

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) átti í morgun fund með launanefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Niðurstaða fundarins var að ekki væru forsendur fyrir frekari viðræðum á milli Fíh og SFV um sameiginlegan stofnanasamning og var viðræðunum því slitið.

SFV fellst ekki á að vinna að tillögum Fíh
Á fundinum var farið yfir tillögu sem Fíh hafði kynnt fyrir launanefnd SFV í sumar. Tillaga Fíh gekk út á að gera launasetningu milli ólíkra stofnana auðveldari og að tryggt yrði að hjúkrunarfræðingar á stofnunum fengju greitt á sambærilegan hátt fyrir sömu störf. Tillagan hafði verið til skoðunar innan SFV og meðal annars verið rædd á tveimur félagafundum innan samtakanna. Niðurstaða þeirrar skoðunar var að samtökin eru ekki tilbúin til að fara þá leið sem Fíh leggur til. Samtökin hafa áður gert Fíh tilboð sem félagið telur að muni veita félagmönnum sem starfa á stofnunum innan SFV lakari kjör en núverandi stofnanasamningar.

Langar viðræður án niðurstöðu
Fyrir rúmum tveimur hófust umræður um sameiginlegan stofnanasamning fyrir félagsmenn Fih á stofnunum SFV. Á þeim tíma hefur lítið gengið í viðræðum. Ekki virðist vera ljóst hvert markmið SFV var með slíkum samningi. Óskir félagmanna Fíh um sameiginlegan stofnanasamning voru fyrst og fremst þær að hjúkrunarfræðingar vildu sambærileg kjör við það sem best gerist á stofnunum SFV. Einnig vildu þeir losna undan því að þurfa að semja um eigin kjör, kjör samstarfsmanna og yfirmanna við stjórnendur stofnana þar sem nálægðin er oft mikil.

Launaröðun sem SFV býður lægri en er í boði í dag
Í gildi eru stofnanasamningar milli Fíh og stofnana SFV. Flestir stofnanasamningarnir eru um 10 ára gamlir, sumir yngri eða frá 2013. Í stofnanasamningum liggur fyrir ákveðin grunnröðun starfa. Kjarasvið Fíh hefur rætt við hjúkrunarfræðinga á stofnunum SFV og kynnt sér þau launakjör sem hjúkrunarfræðingum á stofnunum SFV bjóðast.

Er það mat Fíh að sú launaröðun sem fram kemur í tilboði SFV, sérstaklega grunnlaunaröðun, sé lakari heldur en hjúkrunarfræðingum stendur til boða á hjúkrunarheimilum og stofnunum SFV í dag. Auk þess virðast vera í gangi greiðslur umfram stofnanasamninga á sumum hjúkrunarheimilum og stofnunum sem ekki eru í stofnanasamningum. Einnig er misjafnt hvort og þá með hvaða hætti er verið að greiða hjúkrunarfræðingum fyrir að vera færri á vakt, á bakvakt, með nema, í auknu starfshlutfalli, með vaktsíma o.s.frv.  Engin samræmd lína viðist vera milli stofnana varðandi mönnun, hver lágmarksmönnun hjúkrunarfræðinga er á stofnunum, deildum eða vöktum eða hver er hámarksfjöldi skjólstæðinga á hvern hjúkrunarfræðing á stofnunum, deildum eða vöktum. Greiðslur fyrir frávik frá þessum viðmiðum er til staðar á sumum stofnunum en á öðrum er enginn greiðsla fyrir slík frávik.

Fíh mun halda fund með hjúkrunarfræðingum sem starfa á stofnunum SFV þann 18. október næstkomandi kl 15 til að ræða næstu skref. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 22.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála