Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heiðursfélagi Fagdeildar þvagfærahjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
17. október 2016
  

Fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga valdi nýverið sinn fyrsta heiðurfélaga: Margréti O. Magnúsdóttur.

Margrét útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands í september 1971 og sem skurðhjúkrunarfræðingur 1976 frá Landspítalanum. 

Hún vann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frá 1976 til 1980 en kom þá aftur á Landspítala og hefur starfað á skurðgangi 12 CD fyrir utan þau tæp fjögur ár sem hún sinnti stöðu deildarstjóra á Dauðhreinsunardeild eða frá 2007 – 2011.

Margrét var teymisleiðtogi í þvagfærateymi í 11 ár, eða fram til 2003, tók þátt í sameiningu þvagfæraskurðlækninga þegar Borgarspítalinn og Landspítalinn runnu saman og skipulagði þvagfærateymið í þeirri mynd sem það er í dag. 

Hún vann náið með þvagfæraskurðlæknunum að því að velja og kaupa áhöld og tæki fyrir þvagfæradeildina og má þar nefna sérhæft röntgenborð sem dæmi. Hún tók einnig virkan þátt í innleiðingarferli nýrnaígræðslanna. Hún hefur víðtæka reynslu í flestum sérgreinum skurðhjúkrunar og hefur mikla færni þeim í aðgerðum sem framkvæmdar eru á deildinni.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála