Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Kall eftir ágripum á ráðstefnuna Einn blár strengur

RSSfréttir
3. nóvember 2016
Í tilefni af 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri á næsta ári mun heilbrigðisvísindasvið blása til hátíðardagskrár 17.–22. maí 2017.

Laugardaginn 20. maí verður haldin ráðstefnan Einn blár strengur sem tileinkuð er kynferðislegu ofbeldi gegn drengjum. Einnig verður boðið upp á vinnusmiðju mánudaginn 22. maí.

Ágrip skal innihalda að hámarki 200 orð. Þar skal koma fram nafn, vinnustaður og netfang höfunda. Í ágripum skal einnig koma fram ef um rannsókn er að ræða: bakgrunnur, aðferðarfræði, niðurstöður og ályktun. Þar að auki er tekið á móti fræðilegum erindum.

Aðalfyrirlesarar eru dr. Gary Foster frá Ástralíu og Duncan Craig frá Bretlandi. Þeir munu flytja erindi ásamt því að stjórna vinnusmiðju. Báðir vinna þeir með alþjóðlegu samtökunum 1bluestring.

Ágripum skal skila fyrir 15. desember á netfangið: sigrunsig@unak.is

Verkefnið Einn blár strengur er vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum og munu tónlistarmenn taka þátt í ráðstefnunni. Verkefnið, sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum, miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn strengur af sex í gítar vísar því til þess.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála