Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
21. nóvember 2016
Fjórða tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2016 er komið út. Tölublaðið er jafnframt síðasta útgáfa tímaritsins í smáforriti (appi) en frá og með næsta ári verður það gefið út á prenti tvisvar á ári, auk þess að haldið verður úti veftímariti á vef félagsins. Sömuleiðis verður opnaður nýr vefur á næsta ári og er fjallað um fyrirhugaðar breytingar í þessu tölublaði.

Í þankastriki blaðsins fjallar Arndís Vilhjálmsdóttir um hvaða erindi skaðaminnkun á við hjúkrunarfræðinga, og einnig er viðtal við Aðalstein Baldursson um skaðaminnkun en hann hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði um árabil.

Gunnar Helgason og Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifa um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og einnig skrifar Gunnar um frammistöðumat í hjúkrun. Rætt er um tilraunir til úrbóta í átt að jafnara kynjahlutfalli, Gísli Kort Kristófersson veltir fyrir sér fagvæðingu mennskunnar og rætt við hjúkrunarfræðinga með 40 ára reynslu í faginu.

Þrjár ritrýndar fræðigreinar fylgja þessu tölublaði.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála