Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rjúfum hefðirnar –förum nýjar leiðir

RSSfréttir
21. nóvember 2016

Fíh vinnur með Jafnréttisstofu að verkefninu Rjúfum hefðirnar –förum nýjar leiðir. Verkefnið felst í því að vinna gegn neikvæðum staðamyndum um hlutverk kvenna og karla og draga úr kynbundnu náms- og starfsvali.

Fíh telur mikilvægt að jafna kynhlutfallið í hjúkrun og hefur einn liður í því verið átaksverkefnið Karlmenn hjúkra sem hófst á Facebook síðasta vor.

Til að fjölga körlum í hjúkrunarfræðinámi mun Fíh m.a. vinna með hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri sem hefur sett sér það markmið að auka hlut karlmanna í hjúkrunarfræðinámi í 25%. Samstarfið við HA er hluti af samstarfi félagsins og Jafnréttisstofu.Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála