Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Bráðadagurinn - óskað eftir ágripum

RSSfréttir
24. nóvember 2016

Árlega er haldin ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.

Bráðadagurinn– Nýsköpun í bráðaþjónustu – verður haldinn 3. mars 2017 á Hótel Natura

Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins. Ágrip geta fjallað um nýsköpun í bráðaþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, umhverfi og öryggi sjúklinga eða verkferla. Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.

Frestur til að skila ágripum er til 20. janúar 2017

Frekari upplýsingar má finna á vef Bráðadagsins

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála