Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

17 milljónir í starfsmenntun

RSSfréttir
21. desember2016

Stjórn starfsmenntunarsjóðs kom saman 19. desember og úthlutaði samtals 17 milljónum í styrkjum vegna náms og ráðstefnuferða.
Á fundinum fór stjórnin yfir reglur sjóðsins og samþykkti breytingar. Breytingarnar voru aðallega til að laga reglurnar að breyttu rafrænu umhverfi.

Breytt verklag
Frá og með næstu úthlutun í febrúar 2017 mun stjórnin ekki taka umsókn til afgreiðslu nema fyrir liggi öll gögn. Gögnum er skilað rafrænt, m.a. sem viðhengi á Mínum síðum og þurfa umsækjendur að skila gögnum fyrir 1. þess mánaðar sem fundað er. Sé gögnum ekki skilað með umsókn bíður umsókn og fer ekki fyrir fund fyrr en gögn hafa borist.
Hafi gögnum hefur ekki verið skilað fyrir 1. desember eða verkefnið er orðið eldra en 9 mánuði telst umsóknin fyrnd.

Hámarksstyrktarfjárhæð á árinu er sem fyrr 50.000 kr og áfram gildir að sjóðurinn styrkir ekki kynnisferðir eða námsheimsóknir.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála