Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rannsókna- og vísindasjóður auglýsir eftir umsóknum

RSSfréttir
4. janúar 2017

Rannsókna- og vísindasjóður var stofnaður af Maríu Finnsdóttur 12. maí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli í vor. Af því tilefni hefur stjórn sjóðsins ákveðið að veita einn styrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn verður afhentur 12. maí 2017.

Sjóðurinn styrkir hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum sem unnin eru hér á landi, samkvæmt reglum sjóðsins. Umsókn og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu umsóknareyðublaði, á netfangið rannsoknaogvisindasjodur@hjukrun.is
fyrir miðnætti þann 1. Apríl 2017. Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu. Öllum umsækjendum er svarað skriflega.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála