Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tækifæri í heilbrigðiskerfinu: framlag hjúkrunar

RSSfréttir
24. janúar 2017
Þann 12. janúar síðastliðinn stóðu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarráð Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands saman að málþingi og pallborðsumræðum með yfirskriftinni: Tækifæri í heilbrigðiskerfinu: framlag hjúkrunar. Meginumræða þingsins spannst um hlutverk og ábyrgð hjúkrunarfræðinga og áhrif skorts á hjúkrunarfræðingum á heilbrigðiskerfið, núna og til framtíðar.

Ríflega 100 manns sóttu málþingið og var sérstök ánægja að sjá áhugann og samhljóminn er einkenndi þennan stóra hóp hjúkrunarfræðinga sem mætti. Boðaðir voru fulltrúar ráðuneyta og stjórnmálaflokka, en einungis einn fulltrúi heilbrigðis- og félagsmálaráðherra sá sér fært að mæta.

Margt gott kom fram á málþinginu, en formaður Fíh kynnti framvindu óútgefinnar skýrslu um stöðu mönnunar í hjúkrun í lok árs 2016. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og kemur hún út von bráðar.

Á málþinginu ræddi formaður Fíh auk þess niðurstöður McKinsey skýrslunnar Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans og þýðingu skýrslunnar fyrir hjúkrun. Skýrslan hefur verið umfjöllunarefni áður og má sjá nánari umfjöllun um skýrsluna í innsendri grein formanns Fíh í Nánari umfjöllun formanns um skýrsluna má sjá í innsendri grein til Fréttablaðsins þann 22. september síðastliðinn: Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála