Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Með augum hjúkrunarfræðingsins

RSSfréttir
13. febrúar 2017

Tímarit hjúkrunarfræðinga efnir til ljósmyndasamkeppni meðal hjúkrunarfræðinga til að prýða forsíðu blaðsins. Í ár verða gefin út tvö prentuð tölublöð, vor- og haustblað, og mun ritnefnd velja forsíðumynd úr innsendum myndum.

Myndefni er frjálst en efnistök blaðs og árstíð geta haft áhrif á val forsíðumyndarinnar.
Handhafi forsíðumyndar fær að launum gjafakort að andvirði 15.000 krónur.

Þátttakendur sendi myndir á netfangið ritstjori@hjukrun.is fyrir 6. mars næstkomandi (vorblað) og fyrir 1. október (haustblað) með upplýsingum um hver tók myndina og stutta lýsingu á myndinni.

Tímaritið áskilur sér rétt til að birta fleiri myndir í blaðinu með umfjöllun um samkeppnina.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála