Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Norrænn hjúkrunarnemafundur

RSSfréttir
10. apríl 2017
NSSK er samstarfsvettvangur norrænna hjúkrunarnema og síðastliðna helgi funduðu fulltrúar þeirra hér á Íslandi.

Fundurinn var málefnalegur, m.a. voru lögð drög að Facebook herferð norrænu nemafélaganna til að hvetja hjúkrunarnema á Norðurlöndum til þess að leggja áherslu á launkjör og vera vakandi fyrir réttindum sínum þegar þeir ráða sig til starfa. Fyrirmynd að þessu verkefni er barátta lokaárshjúkrunarnema bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem hefur verið umfjöllunarefni að undanförnu. Herferðin hefur fengið vinnuheitið:

Student today-nurse tomorrow: wanted, worth it and willing to demand


Einnig var hugmynd að samnorrænum leiðarvísi reifuð, en slíkur leiðarvísir gæti stuðlað að því að gæði náms í hjúkrunarfræði verði sambærileg landa á milli.
Jafnframt áttu nemarnir umræður um nýafstaðin hryðjuverk og hvernig viðbragðsáætlanir við slíku yrðu innleiddar í nám í hjúkrunarfræði þar sem hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn í viðbragðs- og neyðaráætlunum.

Á myndinni eru (frá vinstri til hægri):
Daniella Joensen (Færeyjar), Thea Martine Olsen (Noregur), Helga Margrét Jóhannesdóttir (Ísland), Lísa Margrét Rúnarsdóttir (Ísland), Elín Björnsdóttir (Ísland), Jórun María Lamhauge Dalbo (Færeyjar), Angelica Kron (Svíþjóð), Helle Yndgaard Storm (Danmörk), Emilie Haug Rasch (Danmörk), Tiina Molkoselkä (Finnland) og Rune Larsen (Noregur)
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála