Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

RSSfréttir
26. apríl 2017
Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2017 er komið út en það kemur nú út í prentaðri útgáfu og er í dreifingu til félagsmanna.

Prentuð tölublöð verða tvö á ári; á vorin og á haustin. Fjallað er um skert starfshlutfall hjúkrunarfræðinga en meðalstarfshlutfall hefur aldrei verið eins lágt og lítill hvati til að hækka það, sem og lítill hljómgrunnur fyrir breytingum. Bág staða aldraðra er til umfjöllunar, fagmennskuhugtakið í hjúkrun, samskiptavandi á vinnustað og filippseyskir hjúkrunarfræðingar eru teknir tali. Birt er greinaröð fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga í tilefni 20 ára afmælis deildarinnar og fjallað er um geðheilbrigði til framtíðar í framhaldi af Hjúkrunarþingi síðastliðið haust. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála