Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fólksflutningar eitt meginumfjöllunarefni alþjóðlegs fundar hjúkrunarfélaga

RSSfréttir
1. júní 2017

Dagana 25.-27. maí síðastliðinn var haldinn alþjóðlegur fundur hjúkrunarfélaga í Barcelona á vegum ICN (International Council of Nurses). Fundinn sóttu formaður og varaformaður Fíh.

Eitt stærsta málið á dagskránni varðar einn viðkvæmasta hópinn í heiminum í dag en það eru innflytjendur, flóttafólk og vegalaust fólk innan eigin lands (displaced persons). Þessi hópur stendur frammi fyrir mörgum heilbrigðistengdum vandamálum en af 244 milljóna innflytjenda um allan heim hafa um 65 milljónir þeirra þurft að flýja eigið land vegna hættu á ofsóknum, átökum, matarskorti eða broti á mannréttindum.

Mikilvægt er að vanmeta ekki þátt hjúkrunarfræðinga í málefnum innflytjenda. Fjöldi hjúkrunarfræðinga eru sjálfir innflytjendur, auk þess að þeir eru margir í framlínu heilbrigðisstarfsmanna sem veita þessum hópum heilbrigðisþjónustu. Þannig eru fólksflutningar ekki vandamál sem þarf að leysa, heldur sameiginlegur veruleiki okkar sem við þurfum að ná tökum á líkt og William Swing, sendiherra og forstjóri alþjóðasamtaka um málefni innflytjenda, komst að orði í erindi sínu.

Fréttatilkynning ICN vegna erindis William Swing 
Fréttatilkynningar frá vinnufundi og ráðstefnu ICN 

Fréttir og frásagnir fulltrúa annarra landa sem eru að takast á við áskoranir sem þessar voru sláandi og ljóst að við getum lært margt af reynslu þeirra.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála