Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttaflutningur um aðkomu Fíh að styttingu náms í hjúkrunarfræði er rangur

RSSfréttir
8. júní 2017

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vill árétta að félagið styðji ekki gjaldfellingu á námi í hjúkrunarfræði eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga.

Fíh hefur ekki komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði, hvorki á núverandi námi eða námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Því er fréttaflutningur um aðkomu félagsins að slíkri vinnu beinlínis rangur.

Fíh mun áfram leita leiða til að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum. Allt að 500 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa að því er fram hefur komið í nýlegri könnun Fíh, en um 1000 hjúkrunarfræðingar starfa við annað en hjúkrun. Laun hjúkrunarfræðinga eru mun lægri en annarra háskólamenntaðra starfsmanna og ljóst að laun eru stór áhrifaþáttur í að hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf. Stjórnvöld þurfa að koma að þessari vinnu ásamt félaginu og heilbrigðis- og menntastofnunum. Draga þarf úr flótta hjúkrunarfræðinga úr starfi ásamt því að fjölga þeim sem útskrifast úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Verulega skortir á þann vilja og ljóst er að auka þarf fjármagn til heilbrigðis- og menntastofnana til að árangur náist í slíkri vinnu.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála