Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sameining Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga við B deild LSR

RSSfréttir
25. september 2017

Samantekt frá fundi 13. september um sameiningu Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga við B deild LSR

Þann 13. september sl. var haldinn fundur með hjúkrunarfræðingum þar sem kynnt var sameining Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) við B deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR).

Megintilgangur fundarins var að fara yfir hvaða áhrif sameining LH við B deild LSR hefur fyrir sjóðsfélaga sem ekki hafa hafið töku lífeyris.  Á fundinum komu starfsmenn LSR Ágústa Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Vala Þorsteinsdóttir lögfræðingur LSR.

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga og LSR B-deild sameinast þann 1. janúar 2018.  Ástæða sameiningarnar eru að sjóðsfélögum í LH hefur farið fækkandi s.l. ár og við þessa sameiningu skapast ákveðin hagræðing og sparnaður. Virkir sjóðsfélagar (greiðendur) í LH árið 2016 voru 265. Samkvæmt lífeyrislögum nr. 129/1997 er skilyrði að lífeyrissjóðir á almenna markaðnum séu með minnst 800 virka sjóðsfélaga.

 

Hvaða breytingar verða hjá hjúkrunarfræðingum í LH við sameiningu?

Í meginatriðum verða ekki miklar breytingar, sjóðirnir byggja á svipuðum réttindum.

Sjóðsaðild

  • Sjóðsfélagar í LH verða því frá 1. janúar 2018 sjóðsfélagar í B deild LSR. Greiðandi sjóðsfélagar í LH eiga því rétt í lok árs 2017 til aðildar í B deild LSR.
  • Aðildarskilyrði B - deildar gildir. Aðildarskilyrði eru að sjóðsfélagi sé ráðinn í 50% starf eða meira með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ef þetta skilyrði er ekki til staðar er ekki heimilt að greiða iðgjald í B deild. Ef hjúkrunarfræðingur var í 50% starfi eða minna á árinu 2017 mun honum vera það heimilt áfram.

Réttindi

  • Við sameininguna mun enginn sjóðsfélagi LH tapa réttindum. Það viðmið sem notað verður við réttindaávinnslu hvers og eins er það sem hjúkrunarfræðingar hafa áunnið sér innan LH.


95 ára reglan

  • 95 ára reglan gildir áfram. B deild er lokaður sjóður líkt og LH. Ef að greiðslur til sjóðsins falla niður í 12 mánuði þá fellur aðild að B deild niður.

Lífeyristaka/starfslok

  • Þegar sjóðsfélagi hyggst hefja töku lífeyris þá þarf hann að láta af því starfi sem gaf honum rétt á að greiða í sjóðinn þ.e að segja starfi sínu lausu með formlegum hætti þar sem LSR kallar eftir starflokavottorði frá launagreiðanda.
  • Þegar sjóðsfélagi hefur töku lífeyris þá lokast fyrir frekari greiðslur í sjóðinn,  en ákveði hjúkrunarfræðingur að starfa meðfram lífeyristöku þá getur hann nú gert nýjan ráðningarsamning við vinnuveitanda en þarf að vera í minna en 50% starfshlutfalli.
  • Iðgjald vegna nýja starfsins er þá greitt í A deild LSR eða Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Hjúkrunarfræðingar geta því frá og með 1. janúar n.k., kjósi þeir að starfa með lífeyristöku, ráðið sig í fast starf ef það er í minna en 50% starfshlutfalli.

Frekari upplýsingar

  • Fíh vill hvetja félagsmenn til þess að kynna sér stöðu sinna lífeyrissjóðamál á vef LSR. www.lsr.is.
  • Á vefnum, efst í hægra horni er sjóðsfélagsvefur þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þar getur hver sjóðsfélagi skoðað sína stöðu, auk þess þar er reiknivél sem reiknar út væntanlegan lífeyri miðað við ákveðnar forsendur.
  • Ef spurningar vakna er hægt að fara og fá viðtal hjá starfsmönnum sjóðsins á Engjateigi. Jafnframt er hægt að panta viðtal hjá kjararáðgjafa Fíh um þessi mál í síma 540-6406 eða á netfangið eva@hjukrun.is.

 

Frumvarp um brottfall laga um LH https://www.althingi.is/altext/146/s/0517.html

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála