Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fram í sviðsljósið​

RSSfréttir
2. október 2017

Ráðstefnan Hjúkrun 2017 var haldin á Hilton Reykjavík Nordica á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Yfirskrift ráðstefnunnar var Fram í sviðsljósið og endurspeglar þátttaka áhuga hjúkrunarfræðinga á málefnum hjúkrunar, en 230 manns eru skráðir á ráðstefnuna.

Dagskráin var mjög fjölbreytt og komust færri að en vildu á fjölda vinnustofa, en þær voru 16 talsins. Framsöguerindin endurspegluðu sömuleiðis fjölbreytni hjúkrunar og grósku í fræðunum en fullt var út úr dyrum í sölum hótelsins þrátt fyrir að fjöldamörg erindi hafi verið haldin samhliða. Þá voru veggspjalda- og vörukynningar og því mikið um að vera þessa tvo daga. Nánar verður fjallað um ráðstefnuna í Tímariti hjúkrunarfræðinga sem kemur út í nóvember.

 

  

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála