Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Styrkur í stað jólakorta

RSSfréttir
21. desember2017
Fyrir nokkrum árum hætti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að senda jólakort og hefur þess í stað notað fjármagnið til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni ákvað stjórn Fíh að styrkurinn í ár færi til Miðstöðvar foreldra og barna.

Miðstöðin, sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum, ljósmóður, sálgreini og geðlækni, sérhæfir sig í meðferð fyrir verðandi foreldra og með börn að eins árs aldri. Meðferðin byggir á kenningum sálgreiningar, tengslakenningu og rannsóknum í taugavísindum. Auk þess er stuðst við hugræna atferlismeðferð, djúpslökun og í völdum tilvikum er boðið upp á heimavitjanir. Sérstök áhersla er á tengsl milli foreldra og barns og því taka þau öll þátt í meðferðartímunum ef kostur er, annars annað foreldranna.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála