Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heilsustyrkur úr styrktarsjóði hækkar í 45 þúsund frá 1. janúar 2018

RSSfréttir
7. janúar 2018

Stjórn styrktarsjóðs hefur ákveðið að gera breytingar á úthlutunarreglum frá og með 1. janúar 2018.

Heilsustyrkur sem nýta má til heilsuræktar/endurhæfingar eða heilbrigðiskostnaðar hækkar úr 35 í 45 þúsund krónur. Ef styrkurinn er nýttur til heilsuræktar/endurhæfingar er hann skattfrjáls gegn því að kvittun sé skilað inn með umsókn. Ef styrkurinn er nýttur vegna heilbrigðiskostnaðar er dregin af honum staðgreiðsla skatta.

Umtalsverð aukning varð á umsóknum í styrktarsjóðs frá 2016 til 2017 eða um 50%. Heildarfjárhæð styrkja jókst einnig milli ára eða um 30%.
• Árið 2016 voru umsóknir 1386 og voru greiddar út um 86,3 miljónir
• Árið 2017 voru umsóknir 2091 og voru greiddar út um 112 miljónir.

Sjúkradagpeningar úr styrktarsjóði eru greiddir út mánaðarlega.

Heilsustyrkur er greiddur út í lok febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember.

Stjórn styrktarsjóðs vill hvetja félagsmenn til þess að senda inn kvittanir í viðhengi við umsókn þegar hún er send inn á mínum síðum og vera tímanlega í að sækja um styrki.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála