Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Málþing Fíh vel sótt

RSSfréttir
28. febrúar 2018

Áhugi félagsmanna á starfsumhverfi, álagi í starfi og launum og kjörum hjúkrunarfræðinga var bersýnilegur á málþingi félagsins sem haldið var á Hótel Reykjavík Natura í dag. Rúmlega 250 félagsmenn sóttu málþingið, en þegar hæst lét voru að auki á áttunda tug sem fylgdust með þinginu í streymi á facebooksíðu félagsins. Streymið náði til hátt í tvöþúsund manns.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði þingið, en megináhersla hennar var mikilvægi stefnumörkunar í heilbrigðismálum og taldi hún nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar komi að þeirri vinnu. Lagði hún áherslu á að nú þurfi að taka til hendinni varðandi starfsumhverfi, álag og laun hjúkrunarfræðinga til að fjölga þeim og halda í starfi.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, kynnti niðurstöður nýlegrar könnunar sem framkvæmd var á vegum félagsins af Maskínu um viðhorf hjúkrunarfræðinga til starfsins, starfsánægju þeirra, vinnuumhverfi, aðbúnað og líðan í starfi.

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, kynnti jákvæð áhrif tilraunaverkefnis borgarinnar um styttingu vinnuvikunnar og Þorsteinn Víglundsson talaði um möguleikann á að ná þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Gestur K. Pálmason ræddi um #metoo byltinguna og á hvern hátt karlar komi að henni með konunum.

Að lokum talaði Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur og EMDR meðferðaraðili um kulnun og bjargráð, en í framhaldi af málþinginu stendur hjúkrunarfræðingum til boða að sækja námskeið undir handleiðslu hennar sem hefst þann 14. mars - Álag og áföll í starfi: Afleiðingar og bjargráð


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála