Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Skattaframtal

RSSfréttir
6. mars 2018

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendir inn upplýsingar til Ríkisskattstjóra varðandi greidda styrki á árinu 2017, auk þess að standa á skil á staðgreiðslu vegna þeirra styrkja sem eru staðgreiðsluskyldir. Upplýsingar þessar eiga því að vera forskráðar á skattframtal félagsmanna.

Þeir styrkir sem eru ekki staðgreiðsluskyldir eru styrkir vegna heilsueflingar eða endurhæfingar, starfsmenntunar, endurmenntunar og rannsóknar. Þetta á við styrki sem greiddir eru úr styrktar-, starfsmenntunar- og vísindasjóðum.

Allir styrkir sem Fíh greiðir til félagsmanna eru framtalsskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali og eru þeir forskráðir inn á skattframtal félagsmanna Fíh. Heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar, og er þá átt við kostnað vegna sí- og endurmenntunar félagsmanna, rannsókna þeirra og fræðaskrif, heilsuræktar og endurhæfingar.

Reitur 149 skattaskýrslunnar er vegna frádráttar á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum og reitur 157 vegna frádráttar á mót styrkjum vegna heilsueflingar eða endurhæfingar.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála