Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Laun hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá Reykjavíkurborg hækka um 1,4%

RSSfréttir
5. apríl 2018

Reykjavíkurborg tilkynnti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í lok mars að laun hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg muni hækka um 1,4% og gildir launahækkunin frá 1. janúar 2018. Samhliða þessari ákvörðun var gefin út eftirfarandi yfirlýsing:

Þann 1. mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB og ASÍ vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2017 skili nema 1,4% og gilda frá 1. janúar 2018.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki aðili að Rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015 og nær því fyrrnefndu samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar ekki til félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Þrátt fyrir framangreint er það ákvörðun Reykjavíkurborgar að ráðstöfun aðila um hækkun launatöflu samkvæmt fyrrnefndu samkomulagi, um 1,4% frá 1. janúar 2018, taki einnig til launatöflu í gildandi kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða einskiptis ákvörðun um ráðstöfun sem skapar hvorki félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga rétt né Reykjavíkurborg skyldum umfram framangreint, hvort sem er á grundvelli sambærilegra samkomulaga eða fyrir aðrar ráðstafanir.

Reykjavík 23. mars 2018

f.h. Reykjavíkurborgar

Atli Atlason
Ragnhildur Ísaksdóttir


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála