Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Breytingar á reglum starfsmenntunarsjóðs

RSSfréttir
1. júní 2018

Stjórn starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur samþykkt nokkrar breytingar á reglum sjóðsins sem taka gildi 1. júní 2018. Helsta breytingin er sú að nú getur sjóðsfélagi sótt um styrk eftir 6 mánaða aðild í sjóðnum í stað 12 mánaða áður.

Þá verður hægt að tvískipta umsókn vegna ráðstefna erlendis ef kostnaður er hærri en heimild umsækjanda á því ári sem sótt er um þ.e. hægt er að sækja um ráðstefnugjaldið á því ári sem ráðstefnan fer fram og fyrir gisti og ferðakostnaði á næsta ári.

Að öðru leiti var skýrt nánar hvað sjóðurinn styrkir og hvað ekki.

Reglur starfsmenntunarsjóðs
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála