Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Breyting á stofnanasamningi hjúkrunarfræðinga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands

RSSfréttir
21. ágúst 2018

Í júní sl. voru gerðar breytingar á launasetningu hjúkrunarfræðinga í stofnanasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðistofnunar Norðurlands.

Breytingin á launasetningu kom til vegna ráðstöfunar fjármuna sem áður voru greiddir til hjúkrunarfræðinga í formi eingreiðslu vegna bókunar 3. Ekki var vilji meðal stjórnenda á HSN til þess að halda áfram með sérstaka eingreiðslu vegna bókunar 3 og eins var ekki vilji til að taka upp frammistöðumat líkt og Landspítali hefur framkvæmt sl. tvö ár.

Því var ákveðið að laun allra hjúkrunarfræðinga á HSN muni hækka um 2,5 prósent og gildir hækkunin frá 1. apríl 2018.

Launaröðun hjúkrunarfræðinga á HSN er því með eftirfarandi hætti eftir hækkunina:

Starfaflokkur  Launaflokkar      Laun
Hjúkrunarfræðingur 1 (0-2 ár í starfi)  
 5:0 – 6:0
415.791- 436.580
Hjúkrunarfræðingur 2 (2-5 ár í starfi)
 6:0 – 7:0
436.580 - 458.409
Hjúkrunarfræðingur 3 (meira en 5 ár í starfi)  
 8:0 – 10:0
481.330 - 530.666
Verkefnastjóri
 9:0
505.396
Yfirhjúkrunarfræðingur á deild/sviði
11:1
571.129

 
 
 
  

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála