Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Námskeið í október

RSSfréttir
10. september 2018

Áhugahvetjandi samtal

8. og 9. október 2018 kl. 9:00-16:00
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Sumir hafa hugsanlega ekki komið auga á þörf fyrir breytingar eða eru alfarið á móti þeim, á meðan aðrir hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum. Samtalsstílinn sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Aðferðin byggist á skilningi starfsmannsins á ferli samtalsins og vilja til samvinnu.
Nánari upplýsingar og skráning

Sár og sárameðferð

11. og 12. október 2018 kl. 8.30-16:00
Langvinn sár eru stórt heilbrigðisvandamál, einkum meðal aldraðra. Það að vera með langvinnt sár hefur umtalsverð áhrif á daglegt líf einstaklinga og þau eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Við meðferð sára er mikilvægt að kunna skil á eiginleikum þeirra fjölda umbúða, skolvökva og annarra hjálpartækja sem völ er á. Grundvallaratriðið er þó að greina undirliggjandi orsök sáranna og meðhöndla hana.
Nánari upplýsingar og skráning


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála