Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Nýir starfsmenn skrifstofu Fíh

RSSfréttir
3. október 2018

Tveir nýir starfsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hófu störf í þessum mánuði.

Edda Dröfn Daníelsdóttir tekur við stöðu sviðsstjóra fagsviðs. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Sygeplejeskolen i Århus árið 2002 og lauk meistaragráðu í verkefnastjórnun ( MPM) frá Háskóla Íslands árið 2011. Edda starfaði síðast sem verkefnastjóri á Landspítalanum en hefur reynslu af málefnum hjúkrunar á ýmsum sviðum auk mikillar reynslu af verkefnastjórnun.

Harpa Júlía Sævarsdóttir er nýráðinn sérfræðingur í kjaramálum innan kjara- og réttindasviðs. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og lauk viðbótardiplóma í lýðheilsufræðum árið 2014. Harpa hefur starfað við hjúkrun frá því 2004, að mestu á bráðamóttökum LSH og Hjartagátt, en undanfarin 2 ár hefur hún sinnt stöðu aðstoðardeildarstjóra á Hjartagátt. Harpa hefur mikinn áhuga á kjara- og réttindamálum, enda hefur hún sinnt trúnaðarmannastörfum og var í verkfallsstjórn árið 2014.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála