Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Námskeið á vegum Fíh

RSSfréttir
10. október 2018

Kyrrðarjóga fyrir hjúkrunarfræðinga

18. okt., 25. okt., 1. nóv og 8. nóv. kl. 20:00-21:15
Kyrrðarjóga er áreynslulaus streitulosun sem hjálpar þér að kyrra hugann og núllstilla þig. Farið er í hugleiðsluferðalag með aðferðum Jóga Nidra. Jóga Nidra er liggjandi, leidd hugleiðsla og djúpslökun sem allir geta ástundað. Nidra þýðir svefn en ólíkt svefni er farið meðvitað í djúpt slökunarástand og markmiðið er að aftengja sig við hugann.

 

Við starfslok

6. og 8. nóvember 2018, 13:00-16:00 báða dagana.
Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í samvinnu fagsviðs og kjara-og réttindasviðs Fíh.
Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

 

Trúnaðarmannanámskeið

14. nóvember 2018, kl.12:00-16:00
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu kjara- og réttindamál sem í gildi eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.

 

Nálarstungur í eyru

21.-23. nóvember 2018, kl. 8:30-16:00
Fjallað verður um nálarstungur í eyru sem viðbót við aðra meðferð t.d. vegna kvíða, depurðar og svefnvanda meðal fullorðinna auk ungbarnakveisu. Farið verður yfir sögu aðferðarinnar, kenningarlegan bakgrunn ásamt rannsóknum á árangri. Sýnikennsla fer fram og nemendur fá tækifæri til að æfa sig hver á öðrum. Notaðar eru fimm mjög þunnar, stuttar og sótthreinsaðar nálar sem stungið er í ákveðna punkta í sitt hvort eyrað. Námskeið í samvinnu Fræðasviðs Landspítala og HÍ í geðhjúkrun og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála