Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Kór hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
29. nóvember 2018

Afmælisnefnd Fíh auglýsir eftir söngelskum hjúkrunarfræðingum í afmæliskór hjúkrunarfræðinga undir stjórn Bjargar Þórhallsdóttur hjúkrunarfræðings og sópransöngkonu og manns hennar, Hilmars Arnar Agnarssonar organista og kórstjóra. Kórinn mun koma fram og flytja 2-3 lög á opnunarhátíð 100 ára afmælis félagsins 15. janúar 2019.

Æft verður í byrjun janúar - alls 2-3 æfingar. Allir söngelskir og/eða kórvanir hjúkrunarfræðingar hvattir til að taka þátt. Áhugasamir hafi samband við Björgu á netfangið bjorgthorhalls@gmail.com fyrir 15. desember.

Fjölmennum í kórinn og höfum gaman!
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála