Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ber mikla virðingu fyrir starfinu

RSSfréttir
11. janúar 2019

Fjölbreytni hjúkrunarstarfsins hentar Guðrúnu Maríu Þorsteinsdóttur en hún starfar á Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að kunna ágætlega við vaktavinnuna væri hún vissulega til í að vinna sjaldnar um helgar og vera í fríi öll jól og áramót. En kostirnir við starfið vegur upp á móti þessum ókostum segir hún.

Þrátt fyrir að möguleikarnir séu takmarkaðri í Eyjum en á höfuðborgarsvæðinu er starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur eins. „Mér finnst starfið mitt líka mjög þýðingarmikið, bæði fyrir mig, sjúklingana mína og samfélagið í heild sinni, og ég ber mikla virðingu fyrir því og það er mjög gefandi fyrir mig.“

Fann sig strax í faginu

Áhugi hennar á líffæra- og lífeðlisfræði og öðrum raungreinum réð því að Guðrún lagði fyrir sig hjúkrunarfræði en hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands sumarið 2010. Hún hafði aldrei unnið við hjúkrun en fann sig strax í faginu, en sagðist þó hafa þurft að komast yfir ákveðinn hjall í fyrsta verknáminu á Hrafnistu. „Eftir að ég komst yfir hann hafði ég bara gaman af,“ segir hún. 


Guðrún er í sambúð með Jóni Helga Gíslasyni og eiga þau tvö börn: Arnar Gísla 8 ára og Svölu Bríeti 3ja ára. Fyrir utan að hafa mikinn áhuga á vinnunni og vinnuumhverfinu, eru helstu áhugamál hennar að verðast og að njóta samveru með fjölskyldu og vinum.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála