Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Doktorsvörn í ljósmóðurfræði

RSSfréttir
28. janúar 2019

Miðvikudaginn 30. janúar ver Emma Marie Swift doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Promoting normal birth amid modern technology: Opportunities and challenges in Iceland. Efling eðlilegra fæðinga á tímum tæknivæðingar. Tækifæri og áskoranir á Íslandi. 

Andmælendur eru dr. Ellen Blix, prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Ósló, og Alexander Kristinn Smárason, prófessor við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Leiðbeinendur voru Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild, og Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild. Umsjónarkennari var einnig Helga Gottfreðsdóttir. Aðrir í doktorsnefnd voru Kathrin Stoll, Melissa Avery og Rúnar Vilhjálmsson.

Herdís Sveinsdóttir, prófessor og forseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Ágrip af rannsókn
Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á því hvernig megi stuðla að jákvæðu hugarfari til eðlilegra fæðinga á tímum mikillar notkunar tækni og inngripa í fæðingar.

Rannsóknin var byggð á gögnum úr Fæðingaskrá Íslands frá 1995 til 2014, spurningalistum og kerfisbundinni samantekt til að undirbúa þróun og innleiðingu foreldrahópa í meðgönguvernd. Markmið foreldrahópanna var að styrkja jákvætt viðhorf til eðlilegra fæðinga meðal kvenna sem áttu von á sínu fyrsta barni.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikil aukning varð á gangsetningum og utanbastsdeyfingum meðal kvenna án áhættuþátta á rannsóknartímabilinu (1995-2014), en tíðni keisaraskurða og áhaldafæðinga stóð í stað. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þekking kvenna á fæðingu og fæðingarótti hafði mikil áhrif á viðhorf kvenna til fæðinga án inngripa. Þrátt fyrir að foreldrahóparnir hafi ekki minnkað fæðingarótta meira en hefðbundin meðgönguvernd báru þeir árangur í að minnka fæðingarótta meðal kvenna sem ekki sóttu námskeið utan meðgönguverndar.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála