Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heiðurfélagar

RSSfréttir
7. febrúar 2019

Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun stjórn félagsins gera 10 hjúkrunarfræðinga að heiðurfélögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðalfundi félagsins þann 16. maí n.k.
Tilnefningu til heiðursfélaga geta hlotið félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem eru með fulla aðild, fagaðild eða lífeyrisaðild.

Eftirtaldir aðilar geta lagt fram tilnefningu til heiðursfélaga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:
  • Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
  • Félagsmenn með stuðningi að minnsta kosti 0,6% félagsmanna sem eru 25 félagsmenn.

Til að fá tilnefningu sem heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þarf viðkomandi hjúkrunarfræðingur að hafa lagt eitthvað sérstakt, einstakt eða mikilvægt að mörkum til hjúkrunarsamfélagsins eða skjólstæðinga þess á sviði menntunarmála, félagsmála, þróunar hjúkrunar eða innleiðingu nýrrar þekkingar í hjúkrun.

Tilnefningar þurfa að berast skriflega með rökstuðningi og stuðningi 25 félagsmanna á rafrænu formi til stjórnar félagsins í netfangið stjorn@hjukrun.is a.m.k. 8 vikum fyrir aðalfund á þar til gerðu eyðublaði.
Síðasti skiladagur er 21. mars 2019.

Eyðublað fyrir tilnefningu heiðursfélaga

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála