Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Afmælisstyrkur veittur til hjúkrunarrannsóknar á Íslandi

RSSfréttir
11. febrúar 2019

Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun stjórn Vísindasjóðs úthluta sérstökum afmælisstyrk til rannsóknar í hjúkrunarfræði á Íslandi að upphæð tveimur miljónum króna. Þróun hugmyndar, stýring og framkvæmd rannsóknarinnar skal vera á hendi íslensks hjúkrunarfræðings. Markmið með styrkveitingunni er að efla þekkingu og þróun hjúkrunar á Íslandi.

Umsækjendum um afmælisstyrkinn er bent á umsóknareyðublað Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er umsóknarfrestur til 15. mars 2019. Haka þarf í sérstakan reit á umsóknarblaði sem merktur er Afmælisstyrkur. Umsækjendur geta einnig sótt um aðra styrki eins og venja er við umsókn í B-hluta Vísindasjóðs.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála