Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs greiddir út

RSSfréttir
12. febrúar 2019

Þann 15. febrúar verða greiddir styrkir úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til allra félagsmanna sem störfuðu hjá hinu opinbera á liðnu ári. Að þessu sinni verða greiddir styrkir til 3159 félagsmanna og nemur heildarfjárhæð styrkja 234 milljónum króna.

Styrkurinn sem um ræðir er greiðsla úr A-hluta vísindasjóðs, en þeim sjóði er ætlað að stuðla að sí- og endurmenntun félagsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Vinnuveitendur á opinbera markaðinum greiða mánaðarlega 1,5% framlag af launum félagsmanna í sjóðinn. Styrkurinn nemur 95% af innborgun á hvern félagsmann, en sú upphæð sem stendur eftir fer í B-hluta Vísindasjóðsins, sem ætlað er að styrkja rannsóknir og fræðaskrif félagsmanna.

Styrkirnir eru framtalsskyldir en ekki staðgreiðsluskyldir. Þetta þýðir að alla styrki verður að telja fram sem tekjur á skattframtali og eru þeir forskráðir inn á skattframtal félagsmanna Fíh. Heimilt er þó að draga frá (allt að því jafnhá) gjöld vegna útlagðs kostnaðar, og er þá átt við kostnað vegna sí- og endurmenntunar félagsmanna, rannsókna þeirra og fræðaskrif.

Til þess að hægt sé að greiða styrkinn þurfa bankareikningsupplýsingar að vera réttar og við hvetjum félagsmenn Fíh því til að fara inn á Mínar síður og athuga hvort að bankareikningsupplýsingar séu rétt skráðar, en þær má skoða og lagfæra undir liðnum Persónuupplýsingar.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála