Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Staða kjarasamningsviðræðna

RSSfréttir
28. ágúst 2019

Samningaviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hófust aftur eftir hlé um miðjan ágúst. Haldnir hafa verið tveir fundir og eru fleiri fundir fyrirhugaðir. Samningaviðræður ganga hægt, en á fundunum er stuðst við endurskoðaða viðræðuáætlun sem var undirrituð fyrr í sumar og með fylgdi eingreiðsla. Eingreiðslan var partur af fyrirhuguðum launabreytingum endurnýjaðs kjarasamnings og tók til þeirra sem voru við störf frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Upphæðin var sambærileg við það sem lífskjarasamningur hefði gefið hjúkrunarfræðingum á sama tíma.

Viðræður hafa einkum snúist um sambærileg mál stéttafélaga á borð við vinnutíma. Settur hefur verið saman vinnuhópur sem vinnur að mögulegum útfærslum á vinnutíma vaktavinnumanna og er áætlað að sá hópur skili tillögum í september. Áhersla SNR er að breytingar á ákveðnum atriðum kjarasamnings verði útfærðar á sama hátt milli stéttarfélaga. Samhliða þessari vinnu er verið að ræða aðra þætti úr kröfugerð Fíh.

Á meðan unnið er eftir endurskoðaðri viðræðuáætlun sem nær til 15. september ríkir friðarskylda. Ef aðilar hafa ekki náð samningum fyrir þann tíma verður staðan metin með tilliti til þess hvort viðræðum verði fram haldið á grundvelli endurskoðunar á viðræðuáætlun eða að málinu verði vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Meðan samningaviðræður standa ríkir trúnaður um efni og innihald viðræðna og því ekki mögulegt að greina ítarlega hvað þar fer fram.   

Nánar um kröfugerð Fíh
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála